Leyndarmál kokksins að fullkomnum hleyptum eggjum

Hver elskar ekki hleypt egg?
Hver elskar ekki hleypt egg? Mbl.is/mashed.com

Hleypt egg eru eitt af því vinsælasta á bröns hlaðborðum, en við miklum því allt of mikið fyrir okkur hvernig best sé að elda þau. Kokkur nokkur á TikTok, @twochefsoneknife, deildi með fylgjendum sínum hvernig þú masterar mörg hleypt egg á sama tíma. En best er þó að vita að því ferskari sem eggin eru, því auðveldara og betra er að útbúa hleypt egg.

Svona masterar þú hleypt egg fyrir marga í einu:

  • Setið vatn í pott og hitið að suðu. Bætið ¼ bolla af ediki við hverja tvo lítra af vatni.
  • Brjótið eggin ofan í könnu og passið að rauðurnar haldist heilar.
  • Þegar vatnið byrjar að sjóða, hrærið þá í vatninu til að búa til einskonar „hringiðu“. Á meðan vatnið þyrlast í hringi, hellið þá eggjunum í vatnið. Hér þarftu ekki að hafa áhyggur að eitt og eitt detti niður í einu, því eggin munu skilja sig að í vatninu.
  • Ef þú ætlar að borða eggin strax, skaltu elda þau eins og þú vilt hafa þau. En ef þú ert að gera þau fyrirfram, skaltu sjóða þau í sirka 3 mínútur sem er minna en venjulegur suðutími er – og skelltu þeim svo í ísbað. Þannig geturðu undirbúið eggin í góðum tíma og hitað svo upp aftur í heitu vatni rétt áður en þú berð þau fram.
  • Mundu, að æfingin skapar meistaran!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert