Kjúklingarétturinn sem Gordon Ramsay elskar

Hér er nákvæmlega engu logið enda er þessi uppskrift úr smiðju Ramsay sem segir hana í miklu uppáhaldi hjá sér.

Hún er undir töluverðum ítölskum áhrifum en hann notar bæði Calabrian chili og ’Nduja pylsur. En látið ekki hug fallast og ekki láta nöfnin blekkja ykkur Calabrian chili er bara virkilega sætur og sterkur chili ávöxtur sem hægt er að skipta út fyrir hefðbundinn rauðan chili og ’Nduja pylsur minna á bragðmikið chorizo. Fyrir þá sem vilja gera extra vel við sig mælum við með að fara í betri verslun þar sem gott úrval af chorizo er að finna og splæsa.

Fylltur kjúklingur með bragðmikilli hunangsdressingu

 • 1/2 hvítlaukur (um 8 hvítlauksgeirar) - skorinn í tvennt
 • 1 msk. ólífuolía
 • Sjávarsalt og ferskur pipar
 • 1 rósmaríngrein
 • 3/4 bolli af góðu hunangi
 • 1-2 msk. saxaður chili

Kjúklingur

 • 90 g geitaostur við stofuhita
 • 90 g ricotta ostur
 • 2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
 • safi um 1 sítrónu (2 msk.)
 • 120 g bragðmikið chorizo
 • 2 msk. fersk söxuð steinselja eða timian
 • 1 msk ólíuolía
 • 2 msk. fínt saxaðar ólífur
 • 450 g - 1,8 kg kjúklingur, skorinn í bita
 • 1 sítróna, skorin í 1/2 sm hálfmána
 • 450 g smælki
 • 2-3 vorlaukar, saxaðir í 1 sm bita


Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 220°C og penslið ólífuolíu á smjörpappír.
 2. Hunangsdressing: Takið álpappír, leggið hvítlaukinn á hann, sullið smá ólífuolíu yfir, kryddið með salti og rósmarínlaufum. Lokið álpappírnum þannig að vökvinn komist ekki út. Setjið inn í ofn og látið bakast í 30-40 mínútur. Þegar hvítlaukurinn hefur kólnað nægilega skal kreysta hann í skál og mauka með gaffal ef þarf. Hellið hungani yfir og að síðust skal hræra chili piparnum samanvið. Kriddið með smá svörtum pipar. Geymist í krukku inn í ísskáp í mánuð.
 3. Blandið saman geitaost, ricotta, hvítlauk og sítrónusafa. Hrærið uns mjúkt. Bætið salami og ferskum jurtum við. Kryddið með salti, pipar og ólífuolíu. Blandið vel saman.
 4. Fyllið kjúklingabitana með blöndunni. Hægt er að setja fyllinguna undir húð eða skera inn í kjötið sjálft.
 5. Setjið kjúklinginn á ofnplötu með smjörpappír og eldið í miðjum ofni í 20 mínútur.
 6. Á meðan skal setja smælkið í skál með sítrónusneiðunum og vorlauknum. Kryddið með salti og pipar og bætið 2-3 matskeiðum af hunanginu. Hristið vel saman og setjið á ofnplötu. Setjið ofarlega í ofninn og látið eldast í 25-30 mínútur uns fulleldað.
 7. Athugið kjúklinginn reglulega. Hellið umframvökva af, blandið við hunang og hellið yfir kjúklinginn. Endurtakið uns kjúklingabitarnir eru orðnir glansandi með karamellu-áferð og fulleldaðir.
mbl.is