Eftirrétturinn sem þykir guðdómlegur

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er engin önnur en Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessum eftirrétti sem hún segir að sé algjörlega guðdómlegur!

Súkkulaðisæla

  • 140 g smjör
  • 140 g Green & Blacks 70% súkkulaði
  • 2 egg
  • 3 eggjarauður
  • 140 g flórsykur
  • 40 g bökunarkakó
  • 60 g hveiti
  • Häagen-Dazs Dulce De Leche ís
  • Karamelluíssósa
  • Kirsuber

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði og leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur.
  3. Þeytið saman egg og eggjarauður þar til létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
  4. Að lokum má sigta hveiti og bökunarkakó í blönduna og vefja varlega saman.
  5. Smyrjið souffle form vel með smjöri, fyllið um 2/3 af forminu og bakið í 10-12 mínútur. Dugar í 6-8 souffle form (eftir stærð).
  6. Leyfið aðeins að standa og setjið síðan væna skeið af ís, karamellusósu og kirsuber á hverja köku.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert