Snickers-bitarnir sem toppa flest

Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir

Ingibjörg Ásbjörnsdóttir heldur úti frábæru matarbloggi þar sem hún deilir uppskriftum sem eru hver annarri girnilegri. Hér gefur að líta uppskrift að dýrindis Snickers-bitum sem eru í hollari kantinum.

Snickers-bitar

Botn – Uppskrift:

  • 2 dl haframjöl
  • 2 dl kókosmjöl
  • 1,5 dl döðlur
  • 6 msk kókosolía

Aðferð:

  1. Setjið haframjöl, kókosmjöl, döðlur og kókosolíu í matvinnsluvél og hrærið vel þar til allt er komið saman.
  2. Setjið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar á ferhyrntu formi/eldföstumóti og hellið öllu úr matvinnsluvélinni yfir í formið. Þrýstið haframulningnum niður í formið og myndið um 1/2 cm þykkan botn.
  3. Setjið formið inn í ísskáp í um klst og leyfið botninum að stífna. Útbúið karamelluna á meðan.

Karamella – Uppskrift:

  • 300 g döðlur
  • 2 dl vatn
  • 4 msk hnetusmjör
  • 2 dl salthnetur

Aðferð:

  1. Setjið döðlur og vatn í pott og hitið undir þar til þið náið upp suðu. Hrærið í pottinum í um 1-2 mínútu og leyfið döðlunum að malla í pottinum á meðan, þar til þær mýkjast.
  2. Takið pottinn af hitanum og hellið döðlunum og vatninu í matvinnsluvél. Bætið einnig út í hnetusmjöri.
  3. Hrærið öllu vel saman í matvinnsluvélinni þar til þið fáið fallega mjúka karamellu.
  4. Grófsaxið salthnetur og hrærið þeim saman við karamelluna.
  5. Eftir að klst er liðin frá því að botninn var settur inn í ísskáp er hann tekinn út og karamellunni dreift yfir.
  6. Komið forminu nú fyrir í frysti í um 2 klst eða þar til karamellan er orðin nokkuð stíf.

Súkkulaðihjúpur:

  • 400 g vegan dökkt súkkulaði (50-70%)
  • 1 msk kókosolía

Aðferð:

  1. Setið súkkulaðið og kókosolíuna í skál og bræðið yfir vatnsbaði.
  2. Takið skálina af vatnsbaðinu þegar súkkulaðið er alveg bráðið.
  3. Takið formið út úr frysti eftir um 2 klst og skerið bitana niður eins stóra og þið viljið hafa.
  4. Veltið hverjum og einum bita upp úr súkkulaðinu þannig að það hylji alla kanta og setið á bökunarpappír þar til súkkulaðið hefur stífnað.
  5. Einnig má toppa bitana með salthnetukurli, kókosmjöli, súkkulaðiröndum eða hverju sem er.
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
Ljósmynd/Ingibjörg Ásbjörnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert