Þegar við töldum okkur hafa séð allt

Krumpaði ávöxturinn sem við elskum að borða.
Krumpaði ávöxturinn sem við elskum að borða. mbl.is/

Við játum okkur sigraða! Við sem töldum okkur hafa séð flest öll góðu ráðin sem finnast í bókinni, þá er staðan alls ekki sú – því þetta hér höfum við ekki séð áður.

Avókadó, okkar ástsæli ávöxtur sem við elskum að borða með skeið eða setja sem álegg ofan á brauð. Við höfum svo oft minnst á þennan krumpaða ávöxt áður hér á matarvefnum, en aldrei deilt þessu ráði. Hér sýnum við ykkur hvernig best sé að losa við steininn úr ávöxtinum án þess að nota skeið. Jú, best er að halda um avókadóið og þrýsta aftan á með fingrunum til að losni um steininn. Svo einfalt en svo frábær aðferð.

Prófaðu næst að þrýsta með fingrunum aftan á avókadóið til …
Prófaðu næst að þrýsta með fingrunum aftan á avókadóið til að losa um steininn. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
mbl.is