Þurrkað kindakjöt komið á markað

Íslenskt lambakjöt er í uppáhaldi hjá ansi mörgum og því er það mikið gleðiefni að nú sé komið á markað þurrkað kindakjöt sem inniheldur hvorki meira né minna en 51% prótein.

Mountain Jerky er íslenskt þurrkað og kryddað lambakjöt sem er tilvalið í útivistina. Þetta kjötsnakk inniheldur 51% prótein og er í endurlokanlegum umbúðum þannig að ekkert fari til spillis. Á umbúðunum er að finna innihald og næringagildi vörunnar á íslensku og ensku. Pokarnir eru 50 g og fæst varan í öllum helstu verslunum á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert