Hin fullkomna sveppasúpa

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt betra en góð súpa – sérstaklega þegar napurt vetrarveðrið er að leika okkur grátt. Þessi súpa er algjört sælgæti og er gómsæt bæði sem forréttur og sem aðalréttur. Sé hún höfð í aðalrétt er snjallt að bjóða upp á gott brauð með og jafnvel smá salat.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld.

Sveppasúpa

Fyrir 4-6 manns

 • 500 g blandaðir sveppir
 • ½ laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 50 g smjör
 • 1 líter vatn
 • 800 ml rjómi
 • 2 pakkar TORO skógarsveppasúpa
 • 1 msk. ferskt timían
 • 2 msk. nautakraftur
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið sveppina niður í sneiðar (ég var með portobello, kastaníu og venjulega).
 2. Saxið laukinn smátt og rífið niður hvítlaukinn.
 3. Steikið lauk og hvítlauk stutta stund upp úr smjöri, bætið síðan sveppunum saman við og steikið áfram þar til allur vökvi gufar upp. Kryddið til með salti og pipar.
 4. Hellið vatni og rjóma í pottinn og pískið súpuduftið saman við ásamt timían.
 5. Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar og leyfið að malla stutta stund.
 6. Gott er að bera súpuna fram með nýbökuðu snittubrauði.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is