Kjúklingarétturinn sem bráðnar í munni

Þessi kjúklingaréttur er svaðalega góður.
Þessi kjúklingaréttur er svaðalega góður. Mbl.is/Anna Marta

Hér er á ferðinni réttur sem þú bráðnar hreinlega í munni og skynfærin fara á flug! Kjúklingaréttur með parmaskinku, pestó, mozzarella og döðlum.  En rétturinn kemur úr smiðju Önnu Mörtu sem framleiðir sitt eigið pestó og döðlumauk undir eigin nafni.

Kjúklingarétturinn sem bráðnar í munni

  • 8 kjúklingabringur
  • 12 döðlur skornar
  • 1-2 dl rifinn ostur
  • 8 skeiðar pestó ANNA MARTA
  • 8 sneiðar parmaskinka
  • Gróft salt
  • Sítrónupipar
  • Fersk basilika

Aðferð:

  1. Ofninn stilltur á 200 gráður.
  2. Kjúklingabringurnar skornar í tvær sneiðar. Á aðra bringuna er settar tvær döðlur skornar niður og ein parmaskinka. Því næst kemur 1 msk mozzarella og 1 skeið pestó.  Hin helmingurinn af bringunni er sett yfir og prjónn settur í miðja bringuna til að halda henni saman.
  3. Bringunum er svo raðað í eldfast mót. Gott að krydda með grófu salt og sitrónupipar.
  4. Þegar rétturinn er tilbúin er frábær að toppa hann með ferskri basiliku.
  5. Borið fram með góðu  salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert