Kjúklingarétturinn sem bráðnar í munni

Þessi kjúklingaréttur er svaðalega góður.
Þessi kjúklingaréttur er svaðalega góður. Mbl.is/Anna Marta

Hér er á ferðinni réttur sem þú bráðnar hreinlega í munni og skynfærin fara á flug! Kjúklingaréttur með parmaskinku, pestó, mozzarella og döðlum.  En rétturinn kemur úr smiðju Önnu Mörtu sem framleiðir sitt eigið pestó og döðlumauk undir eigin nafni.

Kjúklingarétturinn sem bráðnar í munni

  • 8 kjúklingabringur
  • 12 döðlur skornar
  • 1-2 dl rifinn ostur
  • 8 skeiðar pestó ANNA MARTA
  • 8 sneiðar parmaskinka
  • Gróft salt
  • Sítrónupipar
  • Fersk basilika

Aðferð:

  1. Ofninn stilltur á 200 gráður.
  2. Kjúklingabringurnar skornar í tvær sneiðar. Á aðra bringuna er settar tvær döðlur skornar niður og ein parmaskinka. Því næst kemur 1 msk mozzarella og 1 skeið pestó.  Hin helmingurinn af bringunni er sett yfir og prjónn settur í miðja bringuna til að halda henni saman.
  3. Bringunum er svo raðað í eldfast mót. Gott að krydda með grófu salt og sitrónupipar.
  4. Þegar rétturinn er tilbúin er frábær að toppa hann með ferskri basiliku.
  5. Borið fram með góðu  salati.
mbl.is