Nýjar rannsóknir á ísáti vekja heimsathygli

Ekki halda aftur af þér, og fáðu þér ís í …
Ekki halda aftur af þér, og fáðu þér ís í morgunmat! Mbl.is/Alvarez

Samkvæmt nýjustu rannsóknum virðist sem við séum að fara ýta skyri og hafragraut út af borðinu og borða ís í staðinn.

Japanskir vísindamenn hafa skoðað það gaumgæfilega, hvað gerist þegar þú borðar ís á morgnana og niðurstöðurnar urðu furðu jákvæðar. Þeir mældu heilavirkni fólks sem borðaði ís í morgunmat og báru saman við þá sem fengu engan ís. Þeir sem snæddu ísinn, sýndu betri viðbragðstíma og gátu unnið betur úr upplýsingum en hinn hópurinn. Á sama tíma voru ísneytendur með fleiri hátíðni alfa-heilabylgjur sem tengjast betri athygli.

Það sem þótti einnig athugavert, var að þeir þátttakendur sem fengu kalt vatn að drekka í stað íss, skiluðu einnig betri heilavirkni og athygli – en þeir sem borðuðu ís sýndu samt skýrari merki um betri andlega örvun.

Vísindamennirnir eru þó enn að finna út hvað það er nákvæmlega sem veldur því að ísinn skili þessum góðu svörum, en þangað til er okkur ekkert til fyrirstöðu að skófla í okkur nokkrum ískúlum í morgunsárið.

Heimild: International Business Times

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert