Vínkælir í algjörum sérflokki kynntur hér á landi

Kælirinn virkar hefðbundinn við fyrstu sýn en hann er allt …
Kælirinn virkar hefðbundinn við fyrstu sýn en hann er allt annað en það. Ljósmynd/La Sommeliére

Fjórða iðnbyltingin hefur alstaðar áhrif, einnig á það hvernig við geymum vínið okkar. Nýr snjallkælir frá La Sommeliére gerir allt fyrir vínáhugafólkið nema að drekka frá því vínið.

Kælirinn býr yfir eiginleikum sem gerir eiganda vínsins kleift að velja hið fullkomna hitastig fyrir hverja hillu og tryggja með því sem besta geymslu fyrir hverja flösku. Hillurnar eru tengdar sérstöku snjallforriti sem nefnist VONOTAGE sem síðan tengir eigandann við stærsta víngagnagrunn í heimi, VIVINO.

Fyrir þá sem skortir yfirsýn yfir vínskápinn sinn og hvað hann hefur að geyma. Í appinu er hægt að sjá hvar hver og ein flaska er í skápnum og því er engin hætta á því að fólk grípi í tómt þegar góða gesti ber að garði. Þegar ákveðið er að grípa í flösku gerir appið eigandanum kleift að skoða í gegnum VIVINO hvert sé æskilegt neysluhitastig á víninu og hvaða einkunn það hefur hlotið meðal notenda VIVINO.

Evrópufrumsýning

Kælirinn, sem er fluttur inn af Bakó Ísberg, verður frumsýndur hjá fyrirtækinu í dag en fram á morgundaginn stendur yfir stóreldhúsasýning í húsnæði þess að Höfðabakka 9.

Bjarni Ákason, eigandi Bakó Ísberg segir að ákveðið hafi verið að efna til þessa viðburðar í ljósi þess að stóreldhúsasýningin sem halda átti í Laugardalshöll var slegin af vegna kórónuveirunnar.

„Við erum að fá risa nöfn í heiminum sem eru mættir til landsins til að kynna allt það helsta í þessum geira eftir Covid,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert