Brauðrétturinn Svangi Mexíkaninn slær í gegn

Eins og endranær getum við treyst því að Albert Eiríks færi okkur fregnir af því sem er að trenda í eldhúsum landsmanna.

Í þetta sinn var það Herdís frænka hans sem bauð í kaffi þar sem boðið var upp á heitan brauðrétt sem kallast Svangi Mexíkaninn. Albert var sérlega hrifinn af uppskriftinni og sagði hana alveg meiriháttar.

Svangi Mexíkaninn

  • 1 stórt samlokubrauð
  • ½ lítri matreiðslurjómi
  • ½ grænmetis-teningur
  • 1 mexikó ostur
  • ½ piparostur
  • Ca 3 msk rjómaostur m grillaðri papriku og chili
  • Ca 2 msk rjómaostur
  • 2 dl nýmjólk
  • 100 g pepperoni
  • 4 skinkusneiðar
  • 1 rauð paprika
  • Ca 10 cm púrrulaukur
  • 3 stórir sveppir
  • Rifinn ostur
  • Appelsínugult doritos

Aðferð:

  1. Uppskrift miðast við 1 stórt samlokubrauð – (passar í sirka 2 stór eldföst mót.)
  2. Mér finnst best að útbúa réttinn kvöldið áður en á að borða hann.
  3. Piparostur og mexikó ostur sneiddir niður (eða rifnir)
  4. Matreiðslurjómi hitaður ásamt grænmetisteningi. Ostum bætt útí og hrært í þar til er orðið mjúkt. – mjólk bætt útí til að þynna (sirka 2-3 dl)
  5. Pepperoni, skinka sneitt niður. Paprika, púrrulaukur og sveppir sneitt í litla bita og geymt til hliðar.
  6. Grænmeti steikt upp úr smá smjöri þar til mjúkt, pepperoni og skinku bætt við og steikt í smá stund í viðbót. Öllu bætt út í osta soppuna.
  7. Heilt samlokubrauð sneitt í teninga og sett í 2-3 eldföst mót.
  8. Soppunni skipt jafnt á milli forma og hrært aðeins í með sleikju til að blandist vel.
  9. Rifinn ostur settur yfir og doritos mulið ofaná.
  10. Bakað í ofni við 180°C í sirka 20 mínútur eða þar til ostur er orðinn gullinn.
Albert, Baldur Hrafn, Bergþór, Kjartan og Herdís Hulda. Heimasætan Sólveig …
Albert, Baldur Hrafn, Bergþór, Kjartan og Herdís Hulda. Heimasætan Sólveig tók myndina. Ljósmynd/Sólveg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert