Saltkóngurinn opnar nýjan veitingastað

Salt Bae er að fara opna enn einn veitingastaðinn. Spurning …
Salt Bae er að fara opna enn einn veitingastaðinn. Spurning hvort gyllt laufblöð verði á matseðli. mbl.is/

Okkar eftirlætis saltkóngur, sem hefur verið að gera allt vitlaust þar ytra, er að opna nýjan veitingastað í Sádi-Arabíu.

Nusret Gökçe, betur þekktur sem Salt Bae, deildi á instagramsíðunni sinni fréttunum um nýja staðinn og segir: „Sunnudagurinn er síðasti dagurinn minn í hinni frábæru London. Ég mun fara til Riyadh til að opna 28. veitingastaðinn minn,“ en þessar fréttir koma rétt um tveimur mánuðum eftir að hann opnaði hinn rándýra veitingastað í London sem við höfum aðeins minnst á hér áður. 

Þrátt fyrir hátt verðlag á matseðli hefur það ekki stoppað fólk í að heimsækja staðinn. Stjörnur á borð við Wayne og Coleen Rooney og Gemmu Collins hafa öll snætt á staðnum. Þess má geta að Gemma talaði um að hafa liðið mjög illa morguninn eftir að hafa borðað þar – en hún fékk sér steik með gylltu laufblaði. 

Við munum halda áfram að fylgjast með saltkónginum því spennandi er að sjá hvernig þetta nýja ævintýri endar.

mbl.is