Súkkulaðið sem slegist var um í fyrra komið aftur

Ljósmynd/Omnom

Það var mikill handagangur í öskjunni fyrir ári síðan þegar Aðventuaskja Omnom kom í verslanir. Færri fengu en vildu og var hiti í mörgum fyrir vikið. Þeir hinir sömu ætla ekki að missa af öskjunni í ár sem nú er komin í verslanir.

Eins og í fyrra er um takmarkað magn að ræða og því eins gott að verða sér út um þennan dýrindis jólaglaðning.

Nú er Aðventuaskja Omnom komin í sölu. Takmarkað magn í boði og seldist upp fljótt fyrir síðustu jól.

Í aðventuöskjunni má finna fjóra glugga stútfulla af girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna.

Í aðventuöskjunni má meðal annars finna:

  • Ristaðar möndlur hjúpaðar í Madagascar 66% súkkulaði ásamt þurrkuðum hindberjum
  • Mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði
  • Saltaðar möndlur hjúpaðar með girnilegu Sea salted Toffee
  • Milk of Nicaragua-húðaðar heslihnetur


Öskjurnar eru einungis fáanlegar í takmörkuðu upplagi og er hægt að tryggja sér eintak í vefverslun Omnom.

Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert