Stórkostleg staðreynd um sellerí

Sellerí getur komið að góðum notum til að þrífa potta …
Sellerí getur komið að góðum notum til að þrífa potta og pönnur. mbl.is/

Við verðum seint uppiskroppa með góð ráð sem öllu virðist bjarga og hér er eitt það allra furðulegasta sem við höfum lesið.

Svo virðist sem sellerí geti haft mikil áhrif á eldhússtörfin okkar og hér er mögulega best geymda leyndarmálið til þessa er kemur að þrifum fyrir potta og pönnur.

Við erum að tala um að hreinsa skítuga og brennda potta og pönnur með sellerí. Fyrsta skrefið er að skera sellerí í litla bita og setja í pottinn sem er haugaskítugur. Helltu því næst vatni í pottinn og hitaðu vatnið að suðu. Leyfðu selleríinu og vatninu að malla í góða stund áður en þú hellir því niður og strýkur pottinn að innan, tandurhreinan. 

Skerið sellerí í bita og sjóðið í potti til að …
Skerið sellerí í bita og sjóðið í potti til að losa um óhreinindin. mbl.is/Tiktok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert