Steikar Tacos með heimagerðum tortillas og salsa

Matarbloggarinn Víðir Hólm hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum með geggjuðum matreiðslumyndböndum. Hér gefur að líta steikar taco sem hann kennir lesendum að gera frá upphafi til enda.

„Hér geri ég geggjaðar steikar tacos, innblásnar af ‘carne asada’. Þær eru að sjálfsögðu með heimagerðum hveiti tortillas og fersku salsa. Vona innilega að þið njótið!“ segir Víðir og við tökum undir það.

Steikar Tacos með heimagerðum tortillas og salsa

Carne Asada “style” marinering

 • 1-2 dl - koriander (eða steinselju), saxað
 • 2x - safinn og raspur úr lime
 • 1-3 msk. soya sósa
 • 3-4 hvítlauksrif
 • 1-3 msk. ólífu olíu
 • 1/2 tsk. kúmin, malaður
 • 1/2 tsk. laukduft
 • salt

Ferskt Salsa

 • 3 tómatar, saxaðir
 • 1/2-1 rauðlaukur, saxaður
 • 1-2 chili eða jalapeno pipar, saxaður
 • 1 hvítlauksrif
 • 1-2 dl - koriander (eða steinselju) saxað
 • safi úr 1 lime
 • salt
 • hveiti Tortillas (18-20stk)
 • 310 g hveiti
 • 4 g salt
 • 1/2 tsk. lyftiduft
 • 60 ml ólífu olía
 • 180 ml vatn
 • +auka hveiti til að hnoða og stilla “klísturmagn”
mbl.is