Breytingar hjá Mathöll Höfða

Selim Talay ásamt bróður sínum Remzi.
Selim Talay ásamt bróður sínum Remzi. Ljósmynd/Aðsend

Í byrjun nóvember tók nýr staður við af Flatbökunni í Mathöll Höfða og heitir staðurinn Talay’s Pizza. Staðurinn er í eigu Selim Talay sem áður starfaði hjá Flatbökunni og hefur staðurinn fengið góðar móttökur að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

Boðið er upp á súrdeigspizzur og mælt er sérstaklega með pizzunni Talay’s Pizza en hún inniheldur trufflu rjómaostasósu, parmaskinku, basil, ferskan mozzarella, parmesan og svartan pipar. Einnig er hægt að fá Kebab pizzu á nýja staðnum.

Mathöll Höfða hefur átt góðu gengi að fagna en í sumar fjölgaði stöðunum sem þar eru um tvo og eru nú tíu talsins í heildina. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is