Hin árlegu jólaborð Royal Copenhagen

Hin árlegu jólaborð Royal Copenhagen, en þetta er í 58. …
Hin árlegu jólaborð Royal Copenhagen, en þetta er í 58. skipti sem þekktir einstaklingar skreyta borð fyrir fyrirtækið. Mbl.is/©Jeppe Bjørn

Við bíðum alltaf spennt eftir að sjá jólaborðin hjá Royal Copenhagen, og í ár eru þau heldur betur litrík og lifandi.

Þetta er í 58. skipti sem Royal Copenhagen fær til sín sérstaka gesti til að skreyta hátíðarborð. Að þessu sinni eru fimm borð sem um ræðir. Borðin í ár eru í höndunum á Oh Land, Cecilie Haugaard, Isabellu og Nikolaj Stokholm, Christinu Meyer Bengtsson og mannsins hennar Claus Meyer – og síðast en ekki síst Lotte Freddie.

Cecilie Haugaard

Cecilie Haugaard starfar sem módel, áhrifavaldur og þáttastjórnandi. Hún hefur valið ljósan hördúk á borðið ásamt blómlegu leirtaui. Hér leitar hún aftur í barnæskuna og býður upp á gamaldags rúllutertu.

Mbl.is/ © Nikolaj Didriksen
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn

Oh Land
Söngkonan og lagahöfundurinn Nanna hjá Oh Land segir að jólin snúist um að koma heim. Hún ferðast mikið á vegum vinnunnar og elskar að koma heim yfir jólin. Það er mikil músík í fjölskyldunni, sem syngur iðulega saman á jólunum. Nanna skreytti borðið sitt með tónlist og töfra í huga.

Mbl.is/ © Nikolaj Didriksen
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn

Nikolaj Stokholm
Grínleikarinn Nikolaj Stokholm og konan hans eiga eitt af borðunum í ár. Þau hafa skapað sínar eigin hefðir yfir jólin, en á aðfangadag drekka þau kampavín og gæða sér á konfekti seinni part dags – og enda kvöldið á pylsum og köldum öl þegar krakkarnir eru sofnaðir.

Mbl.is/ © Nikolaj Didriksen
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn

Claus Meyer
Kokkurinn Claus Meyer og konan hans, hönnuðurinn Christina Meyer Bengtsson, hafa skreytt borð inn af eldhúsinu (sem var augljóslega búið til fyrir viðburðinn). En það er ekki að ástæðulausu að heilt eldhús hangir með borðinu þeirra í ár, því hér er um ástríðukokk að ræða sem segir að allt á heimilinu gerist í hjarta hússins, sem er í eldhúsinu.

Mbl.is/ © Nikolaj Didriksen
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn

Lotte Tegner Freddie
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Lotte Tegner Freddie er með óvenju skemmtilegt borð því borðið er rétt eins og stór neðripartur af kjól! Jólarós á borðinu, rauð kerti og hangandi skraut er eins klassískt og hægt er að vera.

Mbl.is/ © Nikolaj Didriksen
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørn
Mbl.is/©Jeppe Bjørnmbl.is