Umbreytti heimilinu með límbandi og spreyi

Litagleði sem sprengir alla aðra skala.
Litagleði sem sprengir alla aðra skala. Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects

Hér sjáum við svakalega breytingu á einu heimili og það eingöngu með límband og spreybrúsa við hönd. Hér er til að mynda eldhúsið allt öðruvísi en heima hjá flestum.

Natasha býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Lancashire á Bretlandi – en þar hefur Natasha breytt heimilinu í gegnum árin og útkoman er stórkostleg litaparadís. Heimili hennar er eins og strigi sem hún hefur málað í stórum stíl! Allar veggmyndirnar í húsinu eru handmálaðar og hannaðar af Natöshu, og stiginn er skreyttur regnboga með límbandi. Eins hefur hún spreyjað baðherbergið og lífgað upp á vörubretti undir rúmið í svefnherberginu. Breytingarnar hafa kostað um 700 þúsund krónur en þar af er sófakostnaður sem er um helmingurinn af upphæðinni. Það besta við þetta allt saman er að maðurinn hennar er litblindur og sér heimilið í allt öðru ljósi en aðrir sem þangað rata.

Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
Mbl.is/Jam Press/@prettypocketprojects
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert