Svefnvenjur sem hafa áhrif á heilsuna

Sefur þú vel á nóttunni?
Sefur þú vel á nóttunni? mbl.is/

Að sofa í alveg dimmu rými eða með smátíru getur skipt sköpum upp á heilsuna. En hvað segja sérfræðingarnir um málið?

Sérfræðingar eru nokkuð samhljóða hvað þetta mál varðar – en það er best að sofa í myrkri. Rannsóknir hafa verið gerðar á bæði dýrum og mönnum og niðurstöðurnar eru ótvíræðar. Of mikið ljós á nóttunni getur valdið þunglyndiseinkennum.

Fimm ástæður fyrir meiri birtu í svefnherberginu í nútímasamfélagi

  • Nýjustu straumar og stefnur í svefnrýmum eru ljósir litir – að mála herbergið í dökkum lit er undantekning.
  • Léttar gardínur eru áberandi, en áður voru þungar gardínur það sem réð ríkjum.
  • Meiri götulýsingu er nú að finna en áður var.
  • Stærri gluggar eru á öllum nútímaheimilum og þar á meðal í svefnherbergjunum.
  • Mun fleiri ljósgjafa er að finna á heimilum í dag – þá eigum við ekki bara við lampa og ljós, því hér ræðir um snjalltæki, hleðslutæki, tölvur og þess háttar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert