Glæpsamlega góð íssósa sem tryllir mannskapinn

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við ekkert að spara fyrirsagnirnar enda engin ástæða til. Þessi íssósa er það sem við myndum kalla keppnis og þið eiginlega verðið að prófa hana!!!

Það er Linda Ben sem á heiðurinn að þessari snilldarsósu þar sem hráefnin njóta sín í botn. 

Heit þykk súkkulaði íssósa

  • 200 ml rjómi
  • 30 g kakó
  • 100 g púðursykur
  • 60 ml síróp
  • 50 g smjör
  • 200 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Aðferð:

  1. Setjið rjóma, kakó, púðursykur, síróp og smjör í pott og bræðið saman, leyfið blöndunni að malla í u.þ.b. 5 mín í pottinum á vægum hita þar til sósan byrjar að þykkna.
  2. Hellið blöndunni í skál og leyfið henni að kólna svolítið (u.þ.b. 60°C ef þið eruð með leyser eða nammi hitamæli), brjótið þá súkkulaðið út í blöndunni og veltið því saman við blönduna þangað til allt súkkulaðið hefur bráðnað.
  3. Hellið sósunni yfir ís.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert