Kjúklingasalatið sem Gordon Ramsay myndi elska

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með heimsklassa kjúklingasalat sem allir ættu að elska – þá ekki síst meistari Gordon Ramsay sem er þekktur fyrir að elska góðan mat. 

Hér er notað majónes – en þó ekki hefðbundið heldur Lighter than light majónesið frá Hellmann‘s sem inniheldur einungis brot af hefðbundnum majónes hitaeiningum og opnar nýjar víddir fyrir majóneselskandi gourmet nagga. 

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem svíkur engan. 

Kjúklingasalat með trönuberjum

Fyrir um fjóra

 • Romaine salat eða annað stökkt salat
 • Um 800 g kjúklingalundir (+ olía og krydd)
 • 200 g vínber
 • 1 rauðlaukur
 • 60 g ristaðar möndluflögur
 • 40 g þurrkuð trönuber
 • 200 g Hellmann‘s Lighter than light majónes
 • 3 msk. Dijon sinnep
 • 1 msk. sítrónusafi
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Parmesanostur til að rífa yfir

Aðferð:

 1. Steikið kjúklingalundirnar upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Skerið þær næst niður í litla bita.
 2. Skerið vínber og rauðlauk smátt niður.
 3. Setjið kjúklingabita, vínber, rauðlauk, möndluflögur og trönuber saman í stóra skál og hrærið næst í sósuna í annarri skál.
 4. Pískið saman majónes, sinnep og sítrónusafa og kryddið með salti og pipar eftir smekk, hellið yfir kjúklingablönduna og blandið saman við með sleikju.
 5. Raðið stökku salati í skál, setjið kjúklingasalatið ofan á salatblöðin og rífið parmesan ost yfir eftir smekk.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is