Stórbrotnir vinningar fyrir súkkulaðidrykk ársins

Ljósmynd/Colourbox

Þau stórtíðindi berast úr herbúðum Matarvefsins og K100 að hafin sé keppni um besta súkkulaðidrykk ársins.

Má drykkurinn vera heitur, kaldur, með rjóma, áfengi eða hverju því sem ykkur dettur í hug. 

Það eina sem þarf að gera er að senda uppskrift inn og bíða eftir símtali. 

Uppskriftin þarf að innihalda suðusúkkulaði frá Nóa Síríus en nokkrar bragðtegundir eru í boði. 

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun er 30 þúsund króna gjafakort frá Hagkaup og vegleg sælgætiskarfa frá Nóa Síríus. 

Smelltu HÉR til að senda inn uppskrift. 

Ljósmynd/Colourbox
Ljósmynd/Colourbox
mbl.is