Loksins hægt að fá íslenskan Burrata í verslunum

Burrata ostur er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og verið æði vinsæll á veitingahúsum þar sem hann hefur verið í boði. Ekki var hægt að dreifa honum í verslanir þar sem eftirspurnin var langt um meiri en framleiðslugetan en nú berast þau tíðindi að það vandamál hafi verið leyst farsællega og vér matgæðingar getum nú glaðst.

Burrata ostur er fögur kúla fyllt með mildri rjómaostafyllingu sem smakkast vel með öllum mat og jafnvel eintóm.

Er osturinn kominn í verslanir á borð við Hagkaup Skeifunni, Fjarðarkakup, Melabúðina, KS og Nettó.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is