Sláandi staðreyndir um banana

Banani - boginn og brjálæðislega góður.
Banani - boginn og brjálæðislega góður. mbl.is/

Boginn er hann og fullur af góðum næringarefnum. En vissir þú að bananar eru í raun klónar af öðru afbrigði?

Bananar, eins og svo margir aðrir ávextir eiga fullt af afbrigðum um allan heim. Hinsvegar eru þeir bananar sem þú kaupir út í matvöruverslun – afbrigði af einni tegund er kallast Cavendish. Þetta bananaafbrigði er ekki með fræ, svo hún endist lengur en aðrar tegundir og því vinsælla en ella í innkaupum. Og þar sem er skortur á fræjum, þá verða bændur að klóna Cavendish bananann til að rækta hann og selja.

mbl.is