Furðulegasta gin auglýsing síðari ára

Ljósmynd/skjáskot af Instagram

Áður en lengra er haldið þá er best að kynna til leiks persónur og leikendur en það er gin sem kallast 71 eða SEVENTY ONE og er frekar svalt og svo er það Madonna.

Madonna birti myndir af sér á Instagram þar sem hún segist vera að „tjilla“ í ræktinni. Á myndinni er eins og hún sé að drekka gin sem er bara furðulegt. En þó ekki ef tekið er mið af því að þetta er Madonna sem gerir allt eins og hún vill.

Að því sögðu þá er jafn áhugavert að skoða myndirnar og sjá heimagymm drottningarinnar sem er vel útbúið og greinilegt að tækin eru notuð reglulega.

Sjálf lítur drottningin ótrúlega út enda hugsað vel um líkama og sál og almennt ekki að drekka gin í ræktinni.

Það er jafnframt áhugavert að skoða Instagram síðu 71 en þar er hver stórstjarnan á fætur annarri. Greinilega sjóðheitt gin það.

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

View this post on Instagram

A post shared by SEVENTY ONE (@seventyonegin)mbl.is