Gjafakassar fyrir gúrmei gæðinga

Það er svo mikið til af sniðugum gjöfum þessi dægrin og þessar Ítalíu bombur falla klárlega í þann flokk. Kassarnir eru misjafnir og innihalda allt frá úrvals Olio Nitti olíu upp í heila ítalska máltíð með eðal sósu frá Del Grillo eða Sgambaro pasta.

Öskjurnar koma í mismunandi stærðum og innihalda hágæða vörur beint frá býli.

Olio Nitti ólífuolían hefur notið mikilla vinsælda hér á landi eftir að útvarpsmaðurinn góðkunni Jón Axel Ólafsson hóf innfluttning á henni eftir að hafa fallið kylliflatur fyrir henni er hann bjó á Ítalíu. Olían er kaldpressuð, ósíuð ólífuolía handunnin af Nitti fjölskyldunni í Bari, Puglía. Engar vélar eru notaðar við framleiðsluna - meira að segja átöppunin er gerð í höndunum.

Del Grillo pastasósan kemur beint frá Sikiley og eru eingöngu handtýndir, lífrænt ræktaðir tómatar í hverja krukku. Sgambaro pasta er unnið úr ítölsku hveiti, án allra aukaefna, þétt og bragðmikið - þeir sem hafa prófað Sgambaro segjast ekki vilja annað.

Hægt er að móta hverja öskju eftir óskum hvers og eins fyrir þá sem vilja bæta einhverju sniðugu við eins og vínflösku eða því um líkt.

Hægt er að skoða öskjurnar nánar R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert