Rúnar Fel. kom, sá og sigraði

Rúnar hér fyrir miðju ásamt Guðrúnu Erlu Guðjónsdóttur frá Mosfellsbakarí, …
Rúnar hér fyrir miðju ásamt Guðrúnu Erlu Guðjónsdóttur frá Mosfellsbakarí, sem var í öðru sæti og Karsten Rummelhoff frá Sauðárkróksbakarí, sem hafnaði í því þriðja.

Það var mikið um dýrðir í húsakynnum Samtaka iðnaðarins í gær þegar úrslit fóru fram í hinni goðsagnakenndu keppni um Köku ársins.

Fjórar kökur komust í úrslit og var baráttan hnífjöfn. Það fór þó svo á endanum að Rúnar Felixson hjá Mosfellsbakaríi bar sigur úr bítum en kakan hans var hreint og klárt listaverk sem sælkerar þessa lands munu fá að smakka þegar kakan kemur í almenna sölu á konudaginn.

Það verður því einhver bið á að almennir borgarar fái að smakka en biðin verður vel þess virði þar sem um er að ræða ótrúlega flókna og útpælda köku sem venjulegur heimilisbakari myndi seint ráða við.

Dómnefndin var afar vönduð en hana skipuðu Eggert Jónsson, bakari og konditor, Þórey Lovísa Sigmundardóttir, yfirbakari á Héðni, Linda Ben., matarbloggari og samfélagsmiðlastjarna, auk undirritaðrar.

mbl.is