17 Sortir bjóða upp á spennandi nýjung

Nýjung hjá 17 Sortum - box með ósamsettum sörum.
Nýjung hjá 17 Sortum - box með ósamsettum sörum. Mbl.is/Mynd aðsenda

Sælkerabakaríið 17 Sortir kynnir spennandi nýjung fyrir alla smákökuelskendur þarna úti – eða box með ósamsettum sörum. Það eru margir byrjaðir að baka fyrir jólin, og enn fleiri sem kaupa tilbúnar smákökur og standa helst í því að borða þær. En hér er lausn fyrir þá sem vilja gera hvorutveggja, en treysta sér kannski ekki í sjálfan baksturinn.

17 Sortir kynnir spennandi nýjung með vinsælustu smákökum landans, sörum. Hér um ræðir box með ósamsettum sörum, þá botnar, krem og súkkulaði – eða svokallaður heimadundurs pakki sem gefur heilar 35 sörur. Tilvalið fyrir þá sem vilja bjóða upp á heimabakað en kjósa að fara einföldu leiðina í bakstrinum – sem á eflaust við um ansi marga þarna úti.

Einnig er hægt að kaupa blandaðan tilbúinn pakka með fimm mismunandi bragðtegundum af sörum. Hér sjáum við klassískar sörur, dívur með saltkaramellu og karamellusúkkulaði, lárur með lakkrískremi og hvítu súkkulaði, bárur með bailey´s og mjólkursúkkulaði og síðast en ekki síst, klörur með kirsuberjafyllingu, dökku- og jarðarberjasúkkulaði.

Núna eru eflaust margir komnir með vatn í munninn! Og þá er rétt að nefna að pakkana má nálgast í verslun 17 Sorta í Kringlunni sem og í vefverslun HÉR.

Blandaður tilbúinn pakki með fimm mismunandi bragðtegundum af sörum.
Blandaður tilbúinn pakki með fimm mismunandi bragðtegundum af sörum. Mbl.is/Mynd aðsenda
mbl.is