Átta húsráð sem geta öllu bjargað

mbl.is/Colourbox

Hér eru nokkur vel valin húsráð sem þú verður að kunna. Því það er á ótrúlegustu tímum þar sem gott er að grípa í trix sem virka.

  • Ef þú vilt fá þeyttan rjóma til að storkna hraðar og vera jafnari í sér er gott ráð að setja nokkra sítrónudropa í rjómann áður en þú þeytir hann.
  • Dýfðu lauk í volgt vatn áður en þú skerð hann, það minnkar táraflóðið og auðveldara er að taka utan af honum.
  • Köku er alltaf betra að skera með hníf sem búið er að láta renna heitt vatn á. Prófaðu, það virkar!
  • Það má auðveldlega skera mjúka osta eins og Brie og geitaost með tannþræði. Ótrúlegt, en satt.
  • Spornaðu við saltklumpum í karinu með því að setja nokkur hrísgrjón saman við.
  • Til að fá rifjárnið aftur í gott stand, er nóg að nudda sandpappír á það.
  • Púðursykur á það til að harðna – en ef þú setur appelsínubörk saman við í lofttæmdu boxi helst hann mjúkur.
  • Og til að losna við lauklykt af fingrunum er gott að nudda þeim saman við sítrónusafa og salt.
mbl.is