Litla leyndarmálið um edik í uppþvottavél

Mbl.is/Getty images

Stundum er óþarfi að keyra uppþvottavélina í gang með þar til gerðum hreinsiefnum sem við kaupum út í búð því edik má nota til að losa um erfiða bletti á leirtauinu.

Kalkblettir eiga það til að myndast á glösum og öðrum glervörum og þá er besta leiðin til að losa um blettina að setja edik í uppþvottavélina. Settu litla skál með ediki inn í vélina áður en þú setur hana af stað. Ekki setja önnur hreinsiefni með, því sápan í uppþvottavélatöflunum minnkar virknina í edikinu sjálfu. Þú getur einnig sett hálfan lítra af ediki í stóra skál og inn í vélina tóma ef þú vilt þrífa uppþvottavélina sjálfa vel og vandlega – sem við þurfum að huga reglulega að.

Mbl.is/facebook.com
mbl.is