Snjóhúsið í Seljaskóla vekur ómælda athygli

Glæsilegt snjóhús hefur risið á bókarsafni Seljaskóla.
Glæsilegt snjóhús hefur risið á bókarsafni Seljaskóla. Mbl.is/Facebook

Það má með sanni segja að krakkarnir í Seljaskóla séu með frumlegustu starfsmennina á sínum snærum – sem byggja heilt snjóhús handa þeim til að njóta yfir aðventuna.

Aðventan er handan við hornið og ár hvert fer jólabókaklúbburinn í gang á skólasafninu í Seljaskóla. Og til þess að gera lesturinn enn notalegri fyrir krakkana, þá hefur bókasafnsfræðingur skólans tekið málin í sínar hendur – en hún leitist alltaf eftir því að auka á töfra skólasafnsins sem hefur sannarlega tekist vel til hér með heillandi jólaheim fyrir nemendur skólans.

Dröfn Vilhjálmsdóttir sem við þekkjum betur frá matarbloggsíðunni „Eldhússögur“, er hinn umræddi bókasafnsfræðingur – sem velti því mikið fyrir sér hvernig hægt væri að búa til snjóhús á bókasafninu. Heimilisfræðikennari skólans kom þá með lausnina að nota eggjabakka, en hún hefur geymt alla eggjabakka sem notaðir eru í heimilisfræði til að endurnýta, en ekki fengið not fyrir fyrr en núna. Með límbyssu að vopni og 300 eggjabakka (en enga teikningu), hófst Dröfn handa við að byggja húsið sem er vægast sagt stórkostlegt. En Dröfn segir að snjóhúsið hafi samstundis lokkað til sín krakka með bækur – eða alveg eins og vonir stóðust til. 

Krakkarnir eru að elska snjóhúsið.
Krakkarnir eru að elska snjóhúsið. Mbl.is/Facebook
300 eggjabakkar fóru í smíðin.
300 eggjabakkar fóru í smíðin. Mbl.is/Facebook
Mbl.is/Facebook
Mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert