Ætlar að gefa 40 manna veislu

Ljósmynd/Ari Páll Karlsson

Gastro Truck á sér fjölda aðdáenda um land allt enda státar hann af einum besta kjúklingaborgara sem sögur fara af.

Gastro Truck er staðsettur í Mathöllinni Granda og Mathöll Höfða en sjálfur bíllinn þeytist um allt land í leit að góðu partý. Vinsælt hefur verið að bóka hann í veislur og á viðburði og nú hefur trukkurinn góði skellt í einn aðventuleik þar sem einn heppinn Gastro-aðdáandi getur unnið veislu heim fyrir allt að 40 manns. Að auki verða dregnir út veglegir vinningar reglulega fram að jólum.

Til mikils er að vinna en hægt er að skrá sig í leikinn HÉR.

mbl.is