Greiddi 15 milljónir fyrir trufflu

Risa-truffla sem vó tæpt kíló var nýverið seld á uppboði fyrir metfé. Það var Michelin-kokkurinn Umberto Bombana, sem rekur ítalska veitingastaðinn Otto e Mezzo í Hong Kong, sem greiddi um 15 milljónir íslenskra króna fyrir truffluna.

Þrátt fyrir að trufflur séu almennt skilgreindar sem velmegunarfæði er þessi verðmiði glórulaus, en slík var eftirspurnin. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert