Reddaði þakkargjörðarmáltíð á mettíma

Hér er afar einföld og einstaklega girnileg útgáfa af þakkargjörðarmáltíð í boði Víðis Hólm. Myndbandið sýnir allt sem sýna þarf og hér að neðan er uppskriftin.

Fljótleg þakkargjörðarveisla með kalkúnabringu kryddaðri með Bezt á Kalkúninn ásamt gómsætu meðlæti

Kalkúna bringa
Bringa krydduð með Bezt á Kalkúninn. Gott að láta liggja með kryddið á yfir nótt í ísskáp fyrir eldun
Setja í eldfastmót/pönnu með skornum gulrótum, sellerí og lauk og bringa toppuð með smjöri
Inn í 170-180°C heitan ofn í 60-90 mín eða þangað til þykkasti partur nær 74°C
Ef bringan brúnast of hratt er gott að setja lok eða álpappír yfir Leyfa svo bringunni að hvíla í lágmark 20 mín áður en hún er skorin.

Extra Sætar Kartöflur

 • 2x stórar sætar kartöflur saxaðar og soðnar í létt söltuðu vatni þar til þær eru mjúkar
 • Svo stappaðar með:
 • 1-2 dl púðursykri
 • 1/2 tsk. kanil
 • 150 g smjöri (gott að bræða það á að stappa með höndum)

Svo toppað með:

 • Litlum sykurpúðum eða stórum skornum í sneiðar
 • Söxuðum pekanhnetum

Brúnað í í 180°C ofni

Beikon fyrir fyllingu og rósakál

 • Pakki af beikoni eldaður í ofni við 200°C
 • Fita geymd
 • Beikon saxað


Rósakál m/beikoni

 • Beikonfita hituð í pönnu
 • Helmingað rósakál steikt og toppað með beikoni
 • Má bæta vatni í pönnuna og setja lok á í nokkrar mín til að mýkja kálið


Fylling
Steikja upp úr smjöri/ólífu olíu jafnt af:

 • Söxuðum gulrótum
 • Söxuðum lauk
 • Söxuðu sellerí

Svo bætt við:

 • Brauðteningum
 • Smjöri
 • Söxuðu beikoni
 • Kjúklingasoði (má nota grænmetis eða nauta)
 • Kryddað með Bezt á Kalkúninn

Set svo í eldfastmót og inn í 180°C ofn þar til toppurinn er létt stökkur.

Sósa

 • Grænmeti sigtað frá soðinu í pönnunni/mótinu.
 • Vökvi soðin niður til að þykkja.
 • Bræða 2 msk. af smjöri þangað til það létt freyðir.
 • Hræra út í 1-2 msk. af hveiti þar allt þykkist í “krem” eða Roux sósu grunn.
 • Hræra út í kjúklinga soði þar til sósan er ákjósanlega þykk.
  Salta svo það þarf.
mbl.is