Möndlugrauturinn sem smakkast eins og jólin

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það má svo sannarlega stundum stytta sér leið þegar kemur að matseldinni, hvort sem um er að ræða hátíðir eða annað! Sumir hafa einfaldlega ekki tíma til að fara lengri leiðina og aðrir ekki áhuga. Því er gott að vita af ýmsum möguleikum sem geta létt undir líkt og að nýta grjónagrautinn frá TORO á þennan hátt fyrir hinn fullkomna hátíðar möndlugraut!

Möndlugrautur uppskrift

Fyrir um 6 manns

  • 2 pakkar TORO grjónagrautur
  • 1,3 lítrar nýmjólk
  • 1 msk. smjör
  • 200 ml léttþeyttur rjómi
  • Kirsuberjasósa
  • Ristaðar möndluflögur

Aðferð:

  1. Hrærið grjónagrautsbréfunum saman við mjólkina og náið upp suðu, lækkið þá hitann og leyfið að malla í 5-7 mínútur.
  2. Takið af hellunni, hrærið smjörinu saman við og leyfið grautnum að kólna niður.
  3. Blandið léttþeytta rjómanum næst varlega saman við grautinn með sleikju, setjið smá graut í falleg glös, smá kirsuberjasósu yfir, aftur smá graut og aftur kirsuberjasósu.
  4. Toppið með ristuðum möndluflögum og njótið.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is