Fallegasta sumarbústaðareldhús landsins

Stórglæsilegt eldhús! Innréttingin er sérsmíði frá Grindinni og steinninn kemur …
Stórglæsilegt eldhús! Innréttingin er sérsmíði frá Grindinni og steinninn kemur frá Granítsmiðjunni. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir

Sum eldhús fá hjartað til að slá örlítið örar – og þetta hér er eitt af þeim. Gullfallegt sumarbústaðareldhús á Suðurlandi, sem við höldum ekki vatni yfir.

Við fengum að skyggnast inn í glæst sumarhús, þar sem eldhúsið fangaði sérstaka athygli okkar. Hér ræðir um sérsmíði frá trésmíðaverkstæðinu Grindinni, en það var innanhússhönnuðurinn hún Sæja sem hannaði innréttinguna – stórglæsilegt að okkar mati. Innréttingin er sprautulökkuð í ljósum lit, með fulningafronta sem setja óneitanlega sterkan svip á heildarútlitið, ásamt gylltum höldum og öðrum ómissandi smáatriðum. Einstaklega hlýlegt og notalegt sumarhús, en við leyfum myndunum að tala sínu máli hér fyrir neðan.

Innréttingin er hönnuð af Sæju.
Innréttingin er hönnuð af Sæju. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Eldhúsborðið og snúningsdiskurinn er hvorutveggja frá VIGT í Grindavík.
Eldhúsborðið og snúningsdiskurinn er hvorutveggja frá VIGT í Grindavík. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Hlýleg og notaleg stemning í þessum fallega bústað.
Hlýleg og notaleg stemning í þessum fallega bústað. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Púðar og kerti eru einnig frá VIGT.
Púðar og kerti eru einnig frá VIGT. Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
Mbl.is/Guðfinna Magnúsdóttir
mbl.is