Dumle-smákökur sem hitta í mark

Þetta eru smákökur fyrir sælkerana. Þær eru stökkar að utan, mjúkar í miðjunni og karamellan svoleiðis bráðnar uppi í manni. Þessar smákökur eiga ekki eftir að valda neinum vonbrigðum enda ólýsanlega góðar.

Uppskriftina er að finna í Hátíðarmatarblaði mbl sem kom út á föstudaginn og inniheldur fjöldann allan af geggjuðum smáköku uppskriftum.

Dumle-smákökur
  • 500 g smákökudeig frá Hagkaup
  • 1 poki Dumle-karamellur

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 170° C.
  2. Skiptið súkkulaðibitakökudeiginu niður í 30 jafnstórar kúlur.
  3. Skerið karamellur í tvennt.
  4. Fletjið hverja deigkúlu út, setjið einn karamellubita inn í og lokið karamelluna inni í deiginu svo aftur myndist kúla.
  5. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
  6. Bakið í 9-12 mínútur.
  7. Um leið og þær koma út úr ofninum setjið þið heila karamellu ofan á hverja smáköku.
  8. Leyfið þeim að kólna og berið fram.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert