Má bjóða þér hálft kíló af Ferrero Rocher

Gætir þú torgað hálfu kílói af sælgætiskúlu?
Gætir þú torgað hálfu kílói af sælgætiskúlu? mbl.is/Bad Brownie´s

Stökkt en samt svo mjúkt! Við erum að sjálfsögðu að vitna í Ferrero Rocher-molana sem við elskum að maula og þá sérstaklega yfir jólahátíðarnar. Og nú fáanlegt í yfirstærð ef einhver hefur áhuga.

Kringlóttir molarnir, pakkaðir inn í gylltar umbúðir eins og hver önnur jólakúla, kitla svo sannarlega bragðlaukana. En hversu mikið af hinu góða? Þessi risastóra kúla myndi gleðja alla fjölskylduna sem desert á jólunum, og meira til. Það eru Bad Brownie's sem hafa gert „nákvæma“ eftirlíkingu af kúlunum góðu – nema bara í yfirstærð. Þeir sem vilja freistast í meiri sykur yfir hátíðarnar geta pantað kúluna HÉR.

mbl.is/Bad Brownie´s
mbl.is