Fullkomnir heimagerðir lakkrístoppar

„Lakkrístoppar eru eitthvað sem allir Íslendingar ættu að þekkja. Þeir eru algjör jólaklassík og voru alltaf til bæði heima hjá mér og öllum sem ég heimsótti í kringum jólin þegar ég var barn. Það er fljótlegt og auðvelt að búa þá til og dásamlegt að bjóða þá fram með kaffi þegar einhver kemur við í heimsókn, krökkum finnst dásamlegt að koma heim og fá sér einn lakkrístopp eftir kaldan skóladag í desember og þá tala ég af reynslu en einnig er notalegt að fá sér lakkrístoppa yfir góðri jólamynd eða í hvaða aðstæðum sem er. Það skemmtilega við lakkrístoppa er að fjölskyldan getur hjálpast að og gert þá saman þar sem þeir eru afar auðveldir að búa til en einnig er hægt að skipta lakkrískurlinu út fyrir t.d. karamellukurl og þá erum við komin með glænýja tegund en erum samt ekkert að flækja málin,“ segir Elenóra Rós um uppskriftina.

Uppskriftina er að finna í Hátíðarmatarblaði mbl sem kom út á föstudaginn og inniheldur fjöldann allan af geggjuðum smáköku uppskriftum.

Fullkomnir heimagerðir lakkrístoppar

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 100 g Síríus rjómasúkkulaði
  • 150 g Nóa lakkrískurl

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 150°C.
  2. Þeytið eggjahvíturnar í nokkrar mínútur þar til þær eru farnar að freyða og bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í og blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Takið bökunarplötu og setjið bökunarpappír á hann. *Notið skeiðar til þess að setja toppana á pappírinn og passið að hafa ágætispláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
  5. Bakið í 15-20 mín.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »