Klúðraði engu enda bláedrú þegar hún eldaði

Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni, eiginmanni og börnum.
Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni, eiginmanni og börnum.

Chrissy Teigen hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hér á Matarvefnum enda afspyrnu flinkur kokkur og óhemju skemmtileg.

Hún hætti á dögunum að drekka og hefur verið nokkuð opnin með þá vegferð sína enda var drykkjan löngu komin úr böndunum að hennar sögn og orðin eyðileggingarafl í lífi hennar og fjölskyldunnar allrar.

Nú hélt Teigen upp á þakkargjörðarhátíðina eins og flestir Bandaríkjamenn og í þetta sinn edrú sem hún segir að hafi verið algjörlega geggjað.

Máltíðin hafi heppnast upp á tíu og hún hafi í fyrsta skipti notið máltíðarinnar og alls dagsins.

Venjulega hafi hún drukkið slatta af tekíla yfir daginn og alltaf hafi eitthvað klúðrast en ekki í ár og því beri að fagna.
Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen.
mbl.is