Smákökurnar sem þið verðið að prófa

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessar smákökur minna soldið á nútímalegri útgáfu af mömmukökum sem við ættum öll að þekkja. Þær eru ótrúlega djúsí og svoleiðis leika við bragðlaukana. Ég get lofað ykkur því að það verður enginn svekktur ef þið berið þessar fram í jólakaffiboðinu. Þær eru einnig ótrúlega einfaldar en svo fallegar að það lítur út eins og maður hafi eytt mörgum klukkustundum í að búa þær til,“ segir Elenóra Rós um þessar dásamlegu kökur sem eru fáránlega góðar (við erum búnar að baka þær).

Uppskriftina er að finna í Hátíðarmatarblaði mbl sem kom út á föstudaginn og inniheldur fjöldann allan af geggjuðum smáköku uppskriftum.

Smákökusamlokur

 • 500 g smákökudeig frá Hagkaup með sterkum djúpum
 • 200 g flórsykur
 • 200 g smjör
 • 100-150 g rjómi
 • 1 poki Nóa lakkríspiparperlur

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 170°C.
 2. Skiptið deiginu niður í 20 jafnstórar kúlur.
 3. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu.
 4. Bakið í 10 mínútur eða þar til endarnir eru að verða stökkir og miðjan er enn mjúk.
 5. Bræðið saman rjóma og piparperlurnar.
 6. Þeytið smjör í nokkrar mínútur eða þar til það verður létt og ljóst.
 7. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið áfram í nokkrar mínútur.
 8. Bætið lakkrísblöndunni út í kremið og þeytið þar til kremið er orðið létt og ljóst og allt er komið vel saman.
 9. Finnið samstæðar kökur, setjið krem á aðra þeirra, ég sprautaði kreminu á með fallegum sprautustút en hér er algjörlega frjáls aðferð, setjið næstu smáköku ofan á kremið og myndið samloku. Gerið þetta síðan koll af kolli þar til þær eru allar tilbúnar.

Athugasemd ritstjóra: Þessar kökur eru mögulega þær bestu sem ég hef smakkað. Þegar ég bræddi lakkríspiparperlurnar þá sigtaði ég lakkrísinn frá. Fyrir vikið varð aðeins meira súkkulaðipiparbragð af kreminu sem var alls ekki síðra. Geymið kökurnar í kæli og næst þegar ég baka þær (þær eru að klárast) þá ætla ég að hafa þær miklu minni og færri því heil kaka í fullri stærð er ansi stór. Minni kökurnar bjóða upp á fleiri möguleika :)

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »