Stórtíðindi úr veitingageiranum: Jói Fel opnar veitingastað

Jói Fel segist vera að hefja seinni hálfleik í lífinu og næsta mál á dagskrá hjá honum er að opna nýjan veitingastað. Staðurinn verður staðsettur í Listhúsinu Laugardal og verður með ítölsku þema. 

Undanfarin ár hefur Jói verið upptekinn við að mála en í viðtali við Reykjavík síðdegis sagðist hann hafa veirið orðinn einmana og því var ákveðið að opna veitingastað.

Staðurinn verður með ítölsku þema og þar verður hægt að fá pítsur, koma í hlaðborð, gæða sér á ljúffengum steikum, taka mat með heim og allt þess á milli. Staðurinn er í senn opinn á daginn og á kvöldin og verður jafnframt bakarí á staðnum.

Staðurinn hefur hlotið nafnið Felino sem er í höfuðið á litlum bæ, nærri Parma.

mbl.is