Oreo-topparnir sem þú verður að baka

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Marengstoppar eru sívinsælir og það má sannarlega baka þá allt árið um kring þó svo margir geri það ekki nema í kringum jólahátíðina. Þessir marengstoppar eru úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is.

Þeir eru algjörlega æðislegir og það góða við marengs er að hann má baka með fyrirvara og geyma í lokuðu íláti á þurrum stað.

Upp­skrift­ina er að finna í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og inni­held­ur fjöld­ann all­an af geggjuðum smá­köku upp­skrift­um.

Oreo-toppar

Um 25 stykki
  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g Oreo crumbs með kremi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.
  3. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið og skafið vel inn á milli.
  4. Þegar marengsinn er stífþeyttur má blanda Oreo crumbs varlega saman við með sleif.
  5. Setjið næst kúfaða teskeið á bökunarpappír á bökunarplötu fyrir hvern topp með smá bil á milli.
  6. Bakið í 18 mínútur.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »