Sjúklegir sykurpúðar sem smellpassa í kakóbollann

Ljósmynd/Guðrún Ýr
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir heldur úti hinu bráðskemmtilega matarbloggi Döðlur & smjör þar sem kræsingarnar bókstaflega kalla á mann. Guðrún Ýr býður okkur hér upp á sykurpúða sem eru fullkomnir í súkkulaðibollann (og reyndar með öllu).

Seiðandi sykurpúðar

 • 150 g sykur
 • 80 g Caro light corn syrop (fæst í Hagkaup)
 • 80 ml vatn
 • 4 matarlímsblöð
 • 2 eggjahvítur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • flórsykur til hjúpunar

Aðferð:

 1. Setjið saman í pott sykur, síróp og vatn og sjóðið á lágum til miðlungshita í 5-10 mín. eða þangað til það er farið að þykkna örlítið. Látið matarlímsblöðin í kalt vatn á meðan.
 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar sírópið er klárt hellið því saman við eggjahvíturnar í mjórri bunu á hægri stillingu á hrærivélinni. Bætið vanilludropum saman við og aukið hraðann og þeytið í u.þ.b. 5 mín. eða þangað til skálin er farin að kólna verulega og blandan farin að þykkna.
 3. Hér tiltek ég tvær aðferðir til þess að gera sykurpúðana. Annars vegar að finna form, getur verið bakstursform eða eldfast mót. Stráið vel af flórsykri í mótið og hellið allri blöndunni í mótið og sléttið úr. Leyfið að kólna og taka sig í nokkrar klst. Takið þá stóra sykurpúðann í heilu upp úr og setjið á skurðarbretti með nóg af flórsykri á. Skerið sykurpúðana í þá stærð sem þið óskið ykkur og veltið þeim upp úr flórsykri svo þeir klístrist ekki við.
 4. Hins vegar setjið nóg af flórsykri á bökunarpappír og blönduna í sprautupoka með stjörnustút á. Sprautið staka sykurpúða yfir bökunarpappírinn og leyfið að standa og taka sig í nokkrar klst. Takið af bökunarpappírnum með hníf eða spaða og veltið upp úr meiri flórsykri.
 5. Geymið sykurpúðana í lokuðu íláti.
Ljósmynd/Guðrún Ýr
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »