Tryllt lakkrísdöðlugott með karamellu og hvítu súkkulaði

Ljósmynd/María Gomez

María Gomez á Paz.is ætlar sannarlega að halda okkur á tánum á aðventunni og hér er hún með uppskrift sem er til þess fallin að æra óstöðuga. Guðdómlegur döðlubotn, saltkaramella og hvítt súkkulaði....

Lakkrísdöðlugott með karamellu og hvítu súkkulaði

Döðlubotn 

  • 250 gr eða 2 pokar af Dave & Jon´s saltlakkrísdöðlur 
  • 100 gr korn flakes (appelsínugula með hananum utan á pakka)
  • 120 gr smjör 
  • 60 gr púðursykur 

Karamella 

  • 1 dós niðursoðin mjólk eða Condenced milk (fæst oftast hjá kínamatnum í stærri stórvöruverslunum)
  • 200 gr smjör 
  • 3 msk sykur 
  • 4 msk bökunarsíróp (Golden Syrup)

Ofan á 

  • 200 gr hvítt súkkulaði 

AÐFERÐ

Döðlubotn 

  1. Klippið döðlurnar í minni bita og setjið í pott ásamt smjöri og púðursykri og látið bráðna hægt og rólega þar til þetta líkist þykkri karamellu
  2. Slökkvið þá undir pottinum og bætið kornflakesi út í og hrærið vel saman 
  3. Setjið smjörpappa í ferkantað eldfast mót og látið hann ná vek upp með köntunum,  þjappið döðlugumsinu vel í botninn 
  4. Setjið í frystir og byrjið á karamellunni 

Karamella 

  1. Setjið niðursoðnu mjólkina ásamt sykrinum, sírópinu og smjörinu saman í pott við vægan hita og hrærið í allan tímann þar til allt er vel bráðnað saman 
  2. Hækkið þá hitann upp þar til bullsýður og hrærið allan tímann í meðan karamellan þykknar og dökknar aðeins eins og í 5 mínútur 
  3. Slökkvið þá undir og takið döðlubotninn úr frystinum og hellið karamellunni yfir hann og stingið aftur inn í frystir og bræðið hvíta súkkulaðið 

Ofan á 

  1. Setjið vatn í botninn á potti og skál yfir, ekki láta vatnið snerta botninn á skálinni
  2. Brjótið súkkulaðið út í skálina og kveikjið á hellunni á miðlungshita þar til súkkulaðið er allt bráðnað í skálinni, gott er að hræra í því endrum og eins svo það brenni ekki 
  3. Takið nú döðlugottið úr fyrstinum og hellið súkkulaðinu yfir karamelluna og setjið í kæli í eins og 1 klst 
  4. Svo er gott að geyma þetta áfram í kæli jafnvel frystir en þá er gott að taka út bita og bita eins og 15 mínútum áður en hann er borðaður
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert