Majónesið sem almenningur skilur ekki

Mbl.is/Jonathan Kennedy

Búðu þig undir fréttir sem gætu hneykslað, valdið óhug og jafnvel ógleði.

Heinz hefur tekið höndum saman við „Terry’s Chocolate Orange“, og færa okkur eitthvað alveg nýtt og hugsanlega eitt það svaðalegasta sem við höfum séð til þessa. Megum við kynna -Heinz [Seriously] Good Terry’s Chocolate Orange Mayo. Já kæru lesendur, við erum að sjá appelsínu-súkkulaði-majónes, eða blöndu af majó, bræddum súkkulaðiappelsínubitum, appelsínuolíu og crème patissière.

Heinz hefur fullvissað okkur um að hér sé ekki um snemmbúið aprílgabb, sem hefði verið nærra lagi miðað við lýsingarnar. Og mæla jafnframt með því að smyrja majónesinu á brauð eða pönnukökur, eða jafnvel borða það beint upp úr krukkunni. Við verðum að fá að smakka til þess að dæma - en fólk þarna úti hefur skiptar skoðanir á þessari nýju vöru. 

Nýtt majónes frá Heinz - með súkkulaðibragði.
Nýtt majónes frá Heinz - með súkkulaðibragði. mbl.is/Getty
mbl.is