Glæsileg nýjung frá Frederik Bagger

Stórglæsileg nýjung frá Frederik Bagger.
Stórglæsileg nýjung frá Frederik Bagger. Mbl.is/Frederik Bagger

Okkar ástsæli „kristalskóngur“ Frederik Bagger, var að kynna nýjung í vöruúrvalið sem er hreint út sagt glæsilegt.

Hér um ræðir um allra vinsælustu vörur Bagger í nýjum búning, eða „The Crispy Platin Collection“. Þar sem glösin eru glær og nú með platiníum kanti á brúninni. Glösin eru tilvalin fyrir hvaða viðburð sem er, þá ekki bara undir áfenga drykki heldur líka vatn, skyr eða það sem hugurinn girnist. Þessi glös eru þó frábrugðin venjulegu glösunum frá Bagger að því leiti að þau mega ekki fara í uppþvottavél, þar sem platiníum-kanturinn mun ekki þola snúninginn í vélinni.

Mbl.is/Frederik Bagger
Mbl.is/Frederik Bagger
Mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is