Heimagerður jólailmur í flösku

Uppskrift að góðum jólailmi - gjörið svo vel.
Uppskrift að góðum jólailmi - gjörið svo vel. mbl.is/

Hér er uppskrift að einfaldri blöndu sem færir jólin inn á heimilið - eða svona hér um bil. Þetta er blandan sem þú vilt nota óspart í desember og lengur ef því er að skipta. Hér um ræðir heimagerðan jólailm sem þú blandar í flösku. Ilmurinn er það góður að hann gæti komið í staðinn fyrir þrif, ef einhver myndi ganga svo langt.

Heimagerður jólailmur

  • ¾ vatn í spreyflösku
  • ¼ nornaheslivatn (fæst í Jurtaapótekinu)
  • Nokkrir dropar af ilmolíukjörnum eins og piparmynta, appelsína, kanil og þess háttar.
  • Hrisstið létt saman og spreyið að vild um heimilið. Eins á gervigreinar og annað skraut.
mbl.is