Brauð & Co boðar breytta tíma með fyrstu bílalúgunni

Ljósmynd/Aðsend

Brauð & Co hefur opnað bakarí og kaffihús á Laugavegi 180, í húsinu sem er oft er kennt við Næturvaktina.

Um er að ræða sjöunda bakarí keðjunnar en þar kveður við nýjan tón því einnig er boðið upp á kaffihús sem og bílalúgu.

Bílalúgan boðar straumhvörf því hér er um að ræða fyrsta bílalúgubakaríið á Íslandi og var löngu kominn tími til að margra mati því ekki þarf lengur að klæða sig upp heldur hægt að hoppa beint út í bíl á náttfötunum til að ná í heitt bakkelsi í morgunsárið. 

Bakararnir fengu frábæra hugmynd að nafni fyrir lúguna, sem á eflaust eftir að festast í sessi: Brauð & Gó.

Að sögn forsvarsmanna Brauð & Co hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að taka húsnæðið í gegn að innan og utan til að bakaríið verði sem best heppnað. Þarna verður að sjálfsögðu boðið upp á þekktustu og vinsælustu vörurnar, eins og súrdeigsbrauð, croissant og heita snúða, en að auki verður boðið upp á hágæða kaffi, sérmalað af Reykjavík Roasters.

Bakaríið verður opið frá klukkan 7 til 17 alla daga vikunnar.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert