Geggjaðar jólagjafahugmyndir fyrir matgæðinga

Inocuivre koparsósupottur er fyrir þá sem vilja aðeins það besta …
Inocuivre koparsósupottur er fyrir þá sem vilja aðeins það besta í eldhúsið. Fæst í Kokku. mbl.is/Kokka.is

Það er ekki seinna vænna að fara að renna yfir jólagjafalistann – en við erum nokkuð viss um að matgæðingar leynist víða í fjölskyldum og þá eru þetta jólagjafir sem gætu hitt í mark.

Fallegt skurðarbretti úr hnotu sem einnig er fullkomið til að bera fram á – fæst HÉR.

Þegar þú kaupir Assistent Original hrærivél ertu að fjárfesta í gæðum og sjálfbærni frá byrjun til enda. Glæsileg græja sem sómir sér vel uppi á borðum og fæst HÉR.

Eldföstu mótin frá ERNST eru klassísk, smart og endingargóð. Fást í ýmsum stærðum og gerðum – fáanleg HÉR.

Uppskriftabók, stútfull af frönskum sælkerakrásum – fæst HÉR.

Svart ostahnífasett, tilvalið þegar boðið er upp á marga osta en settið hentar fyrir allar tegundir osta. Hnífarnir eru með „non-stick“-áferð svo ostarnir límast ekki við. Fáanlegt HÉR.

Svunta úr mjúku og þjálu leðri með stillanlegri hálsól og belti svo hún hentar fólki af öllum stærðum. Á svuntunni er leðuról þar sem hægt er að hengja þurrku við höndina á meðan eldað er. Svuntan kemur í þremur litum; koníaksbrúnu, súkkulaðibrúnu og svörtu. Fæst HÉR.mbl.is